Efni

Rafrænt efni í umsjá Heilbrigðisvísindabókasafns er til afnota fyrir:

  • Starfsfólk Landspítala
  • Skilgreinda notendur stofnana með þjónustusamninga við bókasafnið
  • Heilbrigðisvísindasvið HÍ
  • Sjúklinga og aðstandendur þeirra
  • Allan almenning á Íslandi

Starfsfólk Landspítala og stofnanir með þjónustusamninga við bókasafnið eru með aðgang að öllu efni sviðsins. Unnið er að samningum við HÍ um aðgang fyrir heilbrigðisvísindasvið. Takmarkaður hluti efnisins verður í aðgangi fyrir allan almenning gegnum vef bókasafnsins.

Starfsfólk hefur aðgang innan spítalans. Utan spítalans hefur starfsfólk aðgang gegnum svokallað Lerki sem stofnanir með þjónustusamning við bókasafnið nota líka. Lerki er ekki vefsíða heldur opnun á aðgang og aðeins að því efni sem er í áskrift hjá bókasafninu.

Prentað efni bókasafnsins er til afnota fyrir alla notendur.

Allir skráðir Gegnisnotendur geta fengið bækur safnsins að láni. Annað efni safnsins er opið til aflestrar og afritunar.

 

Í rafrænni áskrift hjá Heilbrigðisvísindabókasafni eru:

  • Rafræn tímarit í áskrift LSH eru yfir 1.000 sem bætast við yfir 14.000 einstaka titla í landsaðgangi. Uppfletting á þeim er á tvennan hátt:
    • Tímaritalisti LSH A-Z - Listinn geymir bæði rit í áskrift LSH og þau sem eru í landsaðgangi.
    • Tímaritabrunnur LSH - Þar eru skráð rit sem eru í áskrift LSH, prentuð og rafræn auk rita í landsaðgangi á heilbrigðisvísindasviði.

Tímaritagreinar sem ekki fást með beinum rafrænum aðgangi er hægt að fá með svokölluðu millisafnaláni eða greinaþjónustu. Hér má senda beiðni um tímaritsgreinar / millisafnalán.

Heilbrigðisvísindabókasafn semur um aðgang að ýmsum gagnasöfnum á heilbrigðissviði fyrir starfsfólk LSH. Að flestum þeirra er eingöngu aðgangur frá vinnustað nema viðkomandi hafi aðgang að netþjóninum Lerki. Hægt er að komast í öll gagnasöfnin í notendatölvum á bókasafninu.

Gagnasöfn í áskrift:

Gagnasöfn í tilraunaáskrift:

  • Snara.is - á vegum spítalans frá 15. nóvember 2010 til 15. maí 2011

Mest notuðu gagnasöfnin:

Sjá nánar neðar á síðunni:

Lyfjagagnagrunnar:

 

Myndefni:

 

Áhugaverð opin gagnasöfn:

 

Orðabækur og alfræðisöfn í opnum aðgangi:

Orðabækur

Alfræðisöfn

 

Skrár:

 

Útgefið efni starfsmanna LSH:

 

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania