Frétt

11. 03 2010

Nýr vefur bókasafnsins opnaður 12. mars 2010 kl. 10

Föstudaginn 12. mars klukkan 10 verður opnaður nýr vefur bókasafns Landspítala, sem nú nefnist Heilbrigðisvísindabókasafn. Vefurinn er á http://bokasafn.landspitali.is.

Um skeið hefur bókasafnið haldið úti tveimur vefjum um sama efni á innri og ytri vef. Nýi vefurinn gerir það kleift að halda utan um efnið á einum stað. Hann verður því bæði notaður innan spítalans og utan hans.

Hann breytir ekki neinu um aðgang að gögnum í áskrift safnsins, sem flest eru aðeins aðgengileg innan spítalans eða gegnum fjarþjónustu safnsins, Lerki. Margt starfsfólk spítalans nýtir sér þessa þjónustu heiman frá sér eða þar sem þau eru á ferðinni. Með vefnum er einnig horft til þess að geta veitt nemendum og kennurum heilbrigðisvísindasviðs HÍ betri þjónustu, en nú standa yfir viðræður um aðgang nemenda að gögnum safnsins.

Krækt verður á nýja bókasafnsvefinn bæði af innri og ytri vef spítalans á áberandi stöðum. Það er von okkar að þessi breyting valdi sem minnstri röskun til að byrja með og að hún geri okkur kleift að bjóða aðgengilegri vef í framtíðinni.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania