Frétt

28. 09 2010

MD Consult inniheldur tugi bóka!

Upplýsingabrunnur LSH er af tæknilegum ástæðum ekki lengur aðgengilegur utan spítalans. Brunnurinn hafði að geyma lista yfir allar rafbækur keyptar af Heilbrigðisvísindabókasafni LSH.

Nú eru allar rafbækur Heilbrigðisvísindabókasafns LSH skráðar í Gegni. Undantekning eru þó bækurnar í MD Consult, þar sem þær eru hluti þess gagnasafns, en eru ekki keyptar sjálfstætt sem bækur. MD Consult inniheldur meðal annars:

  • Goldman: Cecil Medicine
  • Mandell: Mandell, Douglas, and Bennett's Principles and Practice of Infectious Diseases
  • Miller: Miller's Anesthesia

Þegar farið er í MD Consult er valið Generic Account til hægri á síðunni. Síðan má smella á flipann Books og birtist þá bókalisti flokkaður eftir sérgreinum.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania