Frétt

25. 11 2011

Gagnagrunnurinn SCOPUS verður áfram í áskrift hjá safninu

Scopus er gagnasafn frá Elsevier sem aðeins er í áskrift hjá LSH

Vegna niðurskurðar leit út fyrir að Heilbrigðisvísindabókasafn LSH yrði að segja upp aðgangi sínum að Scopus. Ýmsar leiðir til að fá hagkvæmara verð voru reyndar og tókst loks að ná samningum sem safnið réði við. Scopus er stærsti gagnagrunnur í heiminum í dag og hefur verið vinsælasti gagnagrunnurinn í áskrift safnsins. Um 25.000 leitir eru gerðar í Scopus af starfsfólki og nemum LSH.

Með því að leita í Scopus er hægt að leita í mörgum gagnagrunnum samtímis. t.d. í Medline og CINAHL.

Scopus nær yfir efni á öllum fræðasviðum og er mjög sterkur hvað varðar efni frá Evrópu sem oft vantar í Medline.
Líkt og í Web of Science (WOS) er hægt að finna hversu oft hefur verið vísað í ritverk höfunda og finna svokallaðan H-stuðul greinahöfunda

Niðurstöður leita í Web of Science, Pubmed og Scopus eru áþekkar en tilvísanir eru stundum flestar í Scopus þar sem gagnagrunnurinn er stærri.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania