Frétt

16. 04 2012

Bókasafnsdagurinn 2012 Lestur er bestur

Upplýsing í samvinnu við bókasöfn í landinu gengst fyrir Bókasafnsdegi ÞRIÐJUDAGINN 17. apríl 2012. Markmið dagsins er tvíþætt:
1) að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
2) vera dagur starfsmanna safnanna
Bókasafnsdagurinn beinir augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna í samfélagi í þeim tilgangi að fá jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum.
Í tilefni dagsins tók Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítalans þátt í fjölmiðlaumfjöllum um bókasöfn. Talað var við Sólveigu Þorsteinsdóttur, deildarstjóra safnsins í þættinum Glæta sem er á RUV 1 og var útvarpað laugardaginn 14. apríl. Þátturinn verður síðan endurtekinn 21. apríl um kvöldið. Hér er slóð í upptökuna og er viðtalið við Sólveigu í seinni hluta þáttarins (á 31. mínútu).
http://www.ruv.is/sarpurinn/glaeta/14042012

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania