Nemar HÍ

Bókasafn LSH þjónar Heilbrigðisvísindasviði HÍ, kennurum og nemendum. Starfsfólk bókasafnsins kemur að kennslu í fjölmörgum námskeiðum innan deilda sviðsins, þar sem kennd er heimildaleit á heilbrigðissviði og meðferð heimilda í heimildaskráningarforritinu EndNote. Kennslan er skipulögð í samráði við kennara og er æskilegast að hún fari fram í tengslum við ritgerðavinnu eða aðra heimildavinnu nemenda.

Kennarar á Heilbrigðisvísindasviði geta pantað kennslu og fengið nánari upplýsingar um fyrirkomulag í síma 543 1450 eða netfanginu bokasafn@landspitali.is 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania