Um klíníska FotoWeb

FotoWeb 7.0

Welcome to FotoWeb 7.0

Til þess að skoða þínar sjúklingamyndir í klíníska myndasafninu ferð þú á innri vef LSH og slærð inn þessa slóð, sem hentugt er að geyma sem bókamerki (favorites):

Notandanafn þitt er það sama og er fyrir framan @ í netfangi þínu (notandanafn@landspitali.is).
Lykilorð þitt var sent í innanhússpósti, en hægt er að breyta því með því að hafa samband við ljósmyndara, eða þú getur breytt því sjálfur á vefnum. Nýtt lykilorð er á þinni eigin ábyrgð.

Í apríl 2011 eru 119 læknar/notendur með aðgang að myndasafninu og skráðar myndir eru um 31.500.
Myndir sem ljósmyndarar Landspítala taka eru teknar í RAW formati, breytt í JPG format og unnar í Adobe Photoshop  þar sem myndirnar eru tilskornar og birtustig og skerpa löguð eftir þörfum áður en myndirnar eru vistaðar í Fotoweb.

Forritið er tengt við þjóðskrá. Með því að slá inn kennitölu kemur fram nafn, heimilisfang og póstnúmer í viðeigandi reiti. Einnig er nafn læknis skráð ásamt læknanúmeri og starfsheiti. Ljósmyndarinn merkir það sem sést á myndinni samkvæmt efnisorðalista sem útbúinn hefur verið af bókasafnsfræðingum bókasafns Landspítala (Heilbrigðisvísindabókasafns).

Myndir sem teknar eru með myndavél sem er á skurðstofu eru einnig varðveittar í myndasafninu. Læknaritari setur myndirnar inn á lokað svæði á S-drifi í möppu með kennitölu sjúklings og nafni læknis. Ljósmyndari nær í þær þegar ritarinn hefur sent tölvupóst um að það séu komnar nýjar myndir í S-drifið. Í FotoWeb má einnig varðveita röntgenmyndir, pdf skjöl og myndbönd.
Allar sjúklingamyndir eru færðar í Fotoweb safnið samdægurs eða daginn eftir myndatöku. Hægt er að skoða myndirnar fljótlega eftir töku.

Gangi ykkur vel, endilega hafið samband ef spurningar vakna.
Bestu kveðjur - ljósmyndari LSH:
Þorkell Þorkelsson Simi: 543 1402 Gsm: 825-5126

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania