Frétt

08. 09 2010

Leitarviðmót breytast

Undanfarið ár hafa orðið nokkrar breytingar á viðmóti (útliti) gagnasafna og tímaritasafna í áskrift á Landspítala og í landsaðgangi. Eina innihaldsbreytingin er að ProQuest Central hefur verið aðgengilegt á landsvísu frá janúar 2010 en var áður ProQuest 5000.

ProQuest
ProQuest Central er mun stærra safn en ProQuest 5000 sem hafði að geyma um 4.900 rit í fullum texta, en ProQuest Central er með um 9.750 rit í fullum texta auk útdrátta úr greinum 2.900 rita til viðbótar. Þetta er því stærsta samsafn rita í fullum texta í heiminum um þessar mundir. Hluti af því eru söfnin ProQuest Health and Medical Complete og ProQuest Nursing & Allied Health Source.

---
Síðastliðið ár hafa leitarviðmót nokkurra tímaritasafna verið uppfærð. Þetta eru Pubmed, Sage, ScienceDirect, Springer og Blackwell (Wiley). Tilgangur uppfærslna er að bæta og auðvelda notendum leitir. Uppfærslurnar breyta ekki innihaldinu, aðeins viðmótinu.

Pubmed
28. október 2009 var leitarviðmót Pubmed uppfært. Nánari upplýsingar um viðmótsbreytingar Pubmed frá útgefanda.

Sage
Í júní 2010 uppfærði Sage viðmót sitt. Fyrir þau sem vilja kynna sér breytingarnar eru upplýsingar á þessari vefsíðu og hér. Á YouTube er að finna kynningarefni frá Sage.

ScienceDirect og Scopus
Þann 28. ágúst 2010 breytti Elsevier viðmóti fyrir ScienceDirect og Scopus og heitir nú SciVerse Hub. Nánari upplýsingar um SciVerse Hub.

Springer
Í ágúst 2010 var viðmóti SpringerLink breytt. Sjá leiðbeiningar um leit í SpringerLink og myndskeið á Youtube.

Blackwell (Wiley) - Wiley Online Library
Í byrjun ágúst 2010 uppfærði Wiley (Blackwell) viðmót sitt og heitir það hér eftir Wiley Online Library. Nánari upplýsingar er að finna hér og hér.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania