Frétt

02. 11 2010

Skráðir notendur njóta kostanna

Í gagnasöfnum og tímaritasöfnum í áskrift Landspítala og í landsaðgangi geta notendur skráð sig inn og notið kostanna sem þá bjóðast.

Fólk getur vistað heimildir í rafrænni hillu, geymt leitir sem það vill endurtaka síðar, sett upp sjálfvirka leit (alert) og fengið niðurstöður sendar til sín í tölvupósti eða með RSS. Í sumum söfnum eru síðan fleiri kostir, til dæmis er oft hægt að deila greinum eða heimildum með öðrum notendum. Þetta er afar þægilegt fyrir rannsóknarhópa og nemendahópa sem vinna saman að verkefnum.

Skráningin er í öllum tilvikum aðeins milli notanda og útgefanda, þannig að fólk ætti að gæta vel að tölvupósti með staðfestingu á skráningu.

Sjá leiðbeiningar á vef landsaðgangs um notkun einstakra gagnasafna og tímaritasafna þar.

Sjá leiðbeiningar á vef Heilbrigðisvísindabókasafns um notkun einstakra gagnasafna.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania