Frétt

11. 02 2010

Ljósmyndasýning Inger Helene á Landakoti

Inger Helene Boasson

Ljósmyndasýning á verkum Inger Helene Bóasson ljósmyndara verður opnuð á Landakoti, 3. og 4. hæð, föstudaginn 22. janúar 2010, kl. 15:30.  Sýningunni lýkur 25. apríl. Öllum er velkomið að skoða sýninguna.

Á árinu 2008 og  2009 voru gerðar miklar breytingar á Landakoti. Stigagangar voru málaðir og lýsing bætt. Þá voru gerðar breytingar á upphengingu listaverka. Gamlar ljósmyndir frá fyrstu árum Landakots voru settar upp á 1. hæð og sett upp “portrettgallerí„ í stigagangi milli gamla og nýja spítala. Aðstaða á  2. hæð þar sem messuhald fer fram var stórbætt.

Í framhaldi af þessum breytingum var ákveðið að bjóða listamönnum að sýna verk sín á Landakoti á 3. og 4. hæð. Nú þegar hafa verið haldnar tvær sýningar með verkum listmálararanna Þórunnar Birgisdóttur (maí til september 2009) og Margrétar Jónsdóttur (september 2009 til janúar 2010).

Um ljósmyndarann (pdf)

 

Hjúkrunarfræðingar útskrifaðir árið 1974 í Eirbergi

Hjúkrunarfræðingar útskrifaðir árið 1974

Myndirnar á Landakoti eru úr þremur ólíkum áttum:

Hjúkrunarskóli Íslands 1974 - Myndir frá útskrift vinkonu Inger haustið 1974 sem hafa verið settar inn í gamla glugga úr húsi Hjúkrunarskólans, Eirbergi, en skipt var um glugga þegar húsið var gert upp sumarið 2008. Inger hirti nokkra glugga, sem nú eru orðnir ljósmyndarammar.

Laugardalslaug - Myndir sem unnu til verðlauna Ljósmyndafélags Íslands á sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2002.

Brot úr fjörunni - Myndir sem voru á sýningu sem Inger hélt í Kirkjuhvoli á Akranesi sumarið 2005. Myndirnar sýna rusl í fjörunni við Eiðisgranda þar sem sorphaugar Reykvíkinga voru fyrr á árum.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania