Frétt
04. 03 2011
Beiðnir um millisafnalán í Gegni og tölvupósti
Form fyrir beiðnir um millisafnalán er óvirkt. Notendur geta notað tvær aðrar leiðir til að panta greinar í millisafnaláni eða úr safnkosti safnsins.
Annars vegar er hægt að senda er hægt að senda póst til bokasafn@landspitali.is þar sem þið tilgreinið
- Titil greinar / bókar
- Höfund
- Staðsetningu greinar (árgang, hefti (volume) og blaðsíðutal
Hins vegar er hægt að panta millisafnalán í Gegni - bókasafnskerfi landsins. Leiðin þar er fremur einföld en krefst þess að notandi skrái sig inn. Fólk þarf þess vegna að hafa gilt Gegnisnúmer og fjögurra stafa lykilorð sem bókasöfnin úthluta. Notandi velur „Sérfræðisöfn“ og hnappinn „Panta millisafnalán“ - sjá mynd.