Hirsla
Forsíða HIRSLU
Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítala
Forsíða HIRSLU
Hirsla er rafrænt varðveislusafn, sérhannað til að vista, varðveita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn Landspítala hafa gefið út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann.
Markmið Hirslu eru að auðvelda starfsmönnum Landspítala
• að vista varanlega rafræn handrit (greinar)
• að fá betra yfirlit yfir eigin skrif (greinar) og umsýslu þeirra
• að stækka sinn lesendahóp
• að hraða birtingu rannsóknaniðurstaðna
• að fjölga tilvísunum í eigin verk (hærri “citation impact”)
• að auka sýnileika í rannsóknum sem auðveldar aðgengi að samstarfsverkefnum og styrkjum
• að uppfylla kröfur fjölmargra styrkveitenda sem krefjast þess að afrakstri rannsókna sem styrktar hafa verið sé miðlað í opnum aðgangi
Hirslan tryggir jafnframt sýnileika greina og einfaldara aðgengi lesanda þeirra, óháð landamærum, stað og stund m.a. vegna opins aðgangs og sjálfvirkrar lyklunar leitarvéla (Google, Yahoo).