Almennar myndatökur

Ljósmyndararnir mynda fyrir ársskýrslur, vísindahefti, bæklinga, heimasíður og einnig hópmyndir, atburði, fundi og annað daglegt starf á deildum spítalans.

Myndirnar eru varðveittar í Myndveitu Heilbrigðisvísindabókasafns og hafa starfsmenn spítalans aðgang að henni á heimavefnum. Hægt er að leita eftir efnisorðum, dagsetningu og fleira. Myndirnar í myndveitunni eru í lágri upplausn, til að auðveldara sé að skoða þær á vef. Til að fá myndir í fullri upplausn þarf að hafa samband við ljósmyndara til að panta myndir. Þá er send beiðni á bokasafn@landspitali.is. Þar þarf að koma fram:

  • LSH númer myndanna
  • Viðfangsnúmer deildar
  • Upplýsingar um væntanlega notkun

Starfsfólki LSH er frjálst að nota myndir úr myndveitunni innan LSH, til dæmis fyrir fyrirlestra, bæklinga, veggspjöld, kennslu og vefsíður. Miðað er við gjaldskrá Myndstefs fyrir notkun utan LSH.

Beiðni um almennar myndatökur eru sendar í tölvupósti á bokasafn@landspitali.is. Þar skal koma fram eftir því sem við á:

·         tilefni

·         nöfn fólks á myndum

·         hvaða hópur þetta er ef hópmynd

·         upplýsingar um tæki/tól

·         deild/staðsetning

·         annað? 

Mikilvægt er að ljósmyndarar fái greinargóðar upplýsingar um myndefnið til að geta merkt myndir í Myndveitu spítalans.

 Ef þurfa þykir mætir viðkomandi til ljósmyndara á bókasafnið og fer yfir merkingu myndanna með ljósmyndaranum.

  • Myndveita Heilbrigðisvísindabókasafns (Fotoweb)
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania