Um bókasafnið

 

Úr bókasafninu: Ljósmynd: Inger Bóasson 

Markmið Heilbrigðisvísindabókasafns LSH og HÍ er að veita starfsmönnum LSH sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið HÍ  aðgang að þeim vísindalegu og klínísku upplýsingum og þekkingu sem þeir þurfa í námi og starfi.

Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ varð hluti Vísindadeildar við skipulagsbreytingar um áramótin 2012/2013.

Heilbrigðisvísindabókasafn LSH (bókasafns- og upplýsingadeild) varð deild á Vísinda- mennta og nýsköpunarsviði (VMN) við skipulagsbreytingar á Landspítala vorið 2011.

Bókasafns- og upplýsingasvið LSH varð til 1. ágúst 2001 með sameiningu bókasafna Landspítalans, Geðdeildar Landspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landakots ásamt starfsemi gagnasmiðju Landsítalans.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania