Frétt

26. 10 2009

Greinar úr Sálfræðiritinu í Hirslu

Starfsmenn bókasafns Landspítala eru þessa dagana að leggja lokahönd á að skanna og skrá inn allar fræðigreinar úr Sálfræðiritinu (Tímariti Sálfræðingafélags Íslands) í varðveislusafnið Hirslu.  

Samhliða skráningu í safnið er síðan settur rafrænn hlekkur úr Gegnisfærslum greinanna yfir í rafræna útgáfu þeirra í safninu. 

Þar sem tímaritið hefur ekki verið til á rafrænu formi þá er það von starfsmanna bókasafnsins að með þessari vinnu megi auka sýnileika þess og lesningu. Með því móti má veita almenningi og fagfólki greiðari aðgang að áreiðanlegum upplýsingum skrifuðum af fagmönnum um margvísleg sálræn og félagsleg vandamál. 

Hér er hægt er að skoða þær greinar úr Sálfræðiritinu í Hirslu.

Til baka

Myndir með frétt

    Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania