Þjónusta

 

Nemar við vinnu í safninu: Ljósmynd: Inger Bóasson 

Heilbrigðisvísindabókasafn LSH er fagbókasafn á heilbrigðissviði sem þjónar fyrst og fremst heilbrigðisstarfsfólki innan Landspítala, kennurum og stúdentum í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.

Safnið er þó öllum opið og aðgangur er að prentuðum gögnum þess á auglýstum afgreiðslutíma. Rafrænn safnkostur er aðgengilegur í öllum tölvum á LSH netinu.

Þar sem safnið er að mestu rafrænt bókasafn hafa skilgreindir notendur þess innan LSH og HÍ aðgang að því allan sólarhringinn, hvaðan sem er, með því að skrá sig fyrir fjaraðgangi í gegnum OpenAthens. Aðrir almennir notendur geta komist í rafræn gögn í áskrift safnsins í notendatölvum þess í Eirbergi. 

Safnkostur á prentuðu formi er yfirleitt lánaður út í 14 daga en þó eru bækur settar á 7 eða 3ja daga lán að beiðni kennara ef þær eru í stöðugri notkun í námskeiðum.

Öllum er heimilt að fá lánaðan safnkostinn og er lánað út á kennitölu í útlánakerfi Gegnis.

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania