Frétt

19. 02 2004

Þjónustusamningur við Reykjalund og St. Jósefsspítala


Bókasafn LSH hefur gert samninga um bókasafns- og upplýsingaþjónustu við Reykjalund og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Eru þá þjónustusamningar bókasafnsins við aðrar stofnanir orðnir fjórir. Áður höfðu verið gerðir sams konar samningar við Krabbameinsfélag Íslands og Hjartavernd. Þessir samningar veita starfsmönnum viðkomandi stofnana aðgang að gögnum, rafrænum og prentuðum, og allri þjónustu bókasafnsins líkt og væru þeir starfsmenn LSH.
Til viðbótar þessum samningum eru í gildi þjónustusamningar bókasafns LSH við læknadeild og hjúkrunarfræðideild H.Í.

Til baka

Myndir með frétt

    Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania