Frétt

11. 02 2020

Of margar leitarniðurstöður eða of fáar? Hjálpin er nærri á stuttu námskeiði.

Bókasafnið býður nú stutt og snörp námskeið um hvernig skal snúa sér ef of mikið eða of lítið kemur út úr leit í gagnasöfnum. Sjá lýsingar og dagsetningar hér fyrir neðan.

I.

HJÁLP! Ég fæ allt of margar niðurstöður úr leitinni minni, hvað á ég gera?
45 mínútna námskeið hjá Heilbrigðisvísindabókasafninu í Eirberg.
Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn LSH sem vilja skerpa á kunnáttunni varðandi leitartækni í gagnasöfnum. Hvað skal gera ef fjöldi niðurstaðna er yfirþyrmandi? En ef innan niðurstaðnanna er fjöldi greina sem bara fjalla ekki um leitarefnið?
Námskeiðin verða haldin í kennslustofu bókasafnsins á eftirfarandi tímum:
17. febrúar kl. 10-10:45
19. febrúar kl. 13-13:45
25. febrúar kl. 10-10:45
28. febrúar kl. 13-13:45

Á námskeiðinu verður farið í atriði eins og:
- Af hverju þarf ég að þrengja leit?
- Hvernig get ég þrengt leit án þess að tapa mikilvægum niðurstöðum?
- Á hverju þarf ég að gæta mín?
Væntanlegir þátttakendur skrái sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@landspitali.is.
Á hverju námskeiði er pláss fyrir 6 þátttakendur.

II.

HJÁLP! Ég finn bara eiginlega ekkert um leitarefnið mitt í gagnsöfnunum, hvað á ég gera?
45 mínútna námskeið hjá Heilbrigðisvísindabókasafninu í Eirberg.
Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn LSH sem vilja skerpa á kunnáttunni varðandi leitartækni í gagnasöfnum. Hvað skal gera ef leit í gagnasöfnum ber ekki fullnægjandi árangur?
Námskeiðin verða haldin í kennslustofu bókasafnsins á eftirfarandi tímum:
24. febrúar kl. 10-10:45
26. febrúar kl. 13-13:45
2. mars kl. 10-10:45
4. mars kl. 13-13:45

Á námskeiðinu verður farið í atriði eins og:
- Hvernig víkka ég út leitina mína?
- Hvernig get ég víkkað út leit án þess að fá of breiða niðurstöðu?
- Á hverju þarf ég að gæta mín?
Væntanlegir þátttakendur skrái sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@landspitali.is.
Á hverju námskeiði er pláss fyrir 6 þátttakendur.

Passa þessir tímar ekki fyrir þig? Hafðu þá samband í síma 5431450 eða bokasafn@landspitali.is

 

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania